Jæja, þá er ég búin að halda út síðu og blogga, nokkuð reglulega, frá því í mars 2007… VÁ!
Hér blogga ég um það sem mér liggur á hjarta, þetta eru alfarið mínar skoðanir og hugleiðingar og á að taka þeim þannig. Ég er líklegast soldið pólitísk, enda snýst lífið um alls konar pólitík, skoðanir og viðhorf og það sýnir sig væntanlega á skrifunum.
Varðandi önnur persónulegri mál þá finnst mér þau varla eiga heima hér, enda er ég ekki mikið fyrir að leggja þau á borð fyrir alla, þeir sem þekkja mig vita, og það er nóg.