Færslur flokksins: Óflokkað

Fjárstyrkir

Nú er mikið rætt um mútur og þá aðallega í tengslum við Guðlaug Þór.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig það mál þróast, en ég ætla ekki að tala mig út um það mál heldur um mína skilgreiningu á styrkjum.
Í mínum huga eru mútur fé sem greitt er til aðila (eins eða fleiri), fé sem […]

Umstang og öfugsnúin frí

“Á svona tímamótum er gott að líta um öxl (búin að því)”… snilldar skets úr einhverjum gamanþættinum   man ekki hvaða.  En þetta er samt pínulítið staðan sem ég er í núna.  Þessir páskar voru einstaklega ljúfir, ég held ég hafi ekki náð svona góðri hvíld síðan ja!  hm… já síðan hvenær? Oftast er […]

Myndir

Ég er í endurhæfingu þessa dagana, er að teikna upp í skissubók ýmislegt sem ber fyrir augun.  Í kvöld var ég til dæmis að teikna upp fólk úr sjónvarpinu, fréttaþulu, handboltakappa og ýmsa aðra sem ég fann þörf fyrir að smella á blað.  Þetta er búið að ganga ágætlega, komin með nokkrar skissur sem ég […]

Hver er ég?

Var að klára fyrstu yfirferð á bókinni “Hver er ég?” eftir Gunnlaug Guðmundsson og samkvæmt henni er ég:

Sól í Vatnsbera (Grunneðli, vilji og lífsorka)
Tungl í Ljóni (Tilfinningar, heimili og vanhegðun)
Merkúr í Fiskum (Hugsun og máltjáning)
Venus í Vatnsbera (Ást og samskipti)
Mars í Steingeit (Framkvæmd og sjálfsbjörg)

Ef ég tek þetta saman er ég ákveðin, listræn og tilfinningarík, […]

Ábyrgðir

Í fréttum í kvöld (sjö fréttir þann 21.febrúar 2011 nánar tiltekið) var ein frétt umfram aðrar sem fékk mig aðeins til að hugsa um ábyrgðir.  Skipstjóri á skipi Eimskipafélagsins, sem er sumsé strandað í Oslóarfirði, hefur, samkvæmt því sem hefur komið fram í fréttum, viðurkennt að hann hafi gert mistök við útsiglinguna.  Það sem stakk […]

Kaldir vindar

Janúar loksins liðinn og febrúar langt komin líka.  Ég var að átta mig á því hvers vegna mér finnst janúar alltaf svona óóskaplega lengi að líða.  Ég er náttúrulega að bíða eftir afmælinu
Í byrjun hvers vetrar hef ég beðið spennt eftir snjónum, hlakkað til að hafa möguleikann á því að fara á skíði, […]

Útilokun

Kláraði sögu dr. Gunnars Th. í dag.  Þetta var ákaflega fróðlegur lestur og upplýsandi í alla staði. Það sem situr í mér eftir lesturinn er fyrst og fremst útilokunin sem hann varð fyrir, fyrst og síðast vegna þess að hann fylgdi sinni sannfæringu.  Lesturinn vakti hjá mér þörf til að vita meira, lesa meira um […]

Flóð

Ég er agalega stolt af mér, næstum búin með fyrstu bók ársins, er meira að segja búin að finna næstu bók á eftir.   Það er verið að vísa í svo margt úr öðrum bókum í þessari, að ég fann mig knúna til að dýpka skilninginn.
Það er svo merkilegt með janúar ár hvert að mér […]

Erfiðar ákvarðanir

Í dag tók ég ákvörðun sem er líklegast sú erfiðasta sem ég hef nokkurntímann tekið. Ég fyllist ótrúlegum létti en það er samt svo óendanlega sorglegt í leiðinni.  En það er svo sem ekkert við því að gera, stundum er nauðsynlegt að standa við ákvarðanir sem eru þungbærar.
Það er möguleiki að ég verði ekki mjög […]

Áramótaheit - eða þú veist, næstum!

Eins og venjulega er ég óþarflega ódugleg (fullt af ó.um í þessu) að setja inn færslur hérna.  Það er einhvern vegin eins og Fésið komi í staðin fyrir þessa ótrúlegu þörf mína (enn eitt ó.ið) til að tjá mig í rituðum texta fyrir alheiminn.
Aldrei þessu vant virðist þó vera að skapast svigrúm fyrir þessa innbyrgðu […]