Hver er ég?

Var að klára fyrstu yfirferð á bókinni “Hver er ég?” eftir Gunnlaug Guðmundsson og samkvæmt henni er ég:

 • Sól í Vatnsbera (Grunneðli, vilji og lífsorka)
 • Tungl í Ljóni (Tilfinningar, heimili og vanhegðun)
 • Merkúr í Fiskum (Hugsun og máltjáning)
 • Venus í Vatnsbera (Ást og samskipti)
 • Mars í Steingeit (Framkvæmd og sjálfsbjörg)

Ef ég tek þetta saman er ég ákveðin, listræn og tilfinningarík, kannski hægt að yfirfæra það á hvern sem er, en það var ótrúlega margt í textanum sem ég gat tengt við.

Ég fékk þessa bók í jólagjöf og það tók smá tíma að setjast niður til að lesa hana, því að þótt ég hafi nánast óþrjótandi áhuga á stjörnuspeki, stjörnufræði og öllu því sem tengist þeim málefnum, þá læt ég mér oftast nægja að tékka á merkinu mínu.  Þetta er því í fyrsta skiptið sem ég sekk mér svona djúpt í þessi málefni.

2 ummæli

 1. Sirrý
  24. febrúar 2011 kl. 11.22 | Slóð

  jaháá…

  tekur þú að þér að greina aðra líka?

 2. 26. apríl 2011 kl. 9.32 | Slóð

  haha.. það er aldrei að vita ;)