Kaldir vindar

Janúar loksins liðinn og febrúar langt komin líka.  Ég var að átta mig á því hvers vegna mér finnst janúar alltaf svona óóskaplega lengi að líða.  Ég er náttúrulega að bíða eftir afmælinu :-)

Í byrjun hvers vetrar hef ég beðið spennt eftir snjónum, hlakkað til að hafa möguleikann á því að fara á skíði, gönguferðir í snjónum og taka vetrarmyndir.  Í byrjun hvers árs er ég svo farin að hlakka til vorsins, finna ilminn af gróðrinum, finna hitann í loftinu og heyra í fuglunum þegar ég vakna.  Nú er febrúar hálfnaður, páskarnir framundan og ég get varla beðið eftir ganga úti í vorinu.  Það sem heldur mér inni þessa dagana eru þessir köldu vindar sem blása seinni partinn.  Morgnarnir eru mildir og bjóðandi en kvöldin köld og hryssingsleg, vatnið sem rann um göturnar eftir að hafa þiðnað frá klaka gærdagsins eftir að sólin bræddi klakann fyrr um daginn.  Fuglarnir hljóðna búttaðir og saddir og bíða eftir hita næsta dags.

Tilveran er full af allskonar mótsögnum og hver árstími bíður upp á mismunandi tómstundir og mismunandi óskir.  Á sumrin er tími ferðalaga, útilegu og langra gönguferða, þá hlakkar maður til haustsins, kyrrðarinnar og kertaljósanna.  Haustin eru svo tími berjanna, uppskerunnar og vetrarundirbúnings, þá hlakkar maður til snjóarins, jólanna og átsins.  Veturinn gengur í garð með kulda, heita kakóinu og skíðanna (stundum) og maður bíður eftir því að sólin fari að hækka á lofti.  Vorið tekur við með hestaferðum, páskunum, skólafríum og sáningu, og þá hlakkar maður til sumarsins, gönguferða og ferðalaga.  Yndislega öfugsnúið allt saman.

En svo er hollt að hlakka til einhvers, það gefur lífinu tilgang, svo af hverju ekki að hlakka til þess sem næsta tímabil bíður uppá?

En núna er tími köldu vindanna, njótum þess á meðan það gefst :-)