Færslur mánaðarins: janúar 2009

Tveir léttir nördabrandarar

SQL Query walks into a bar and up to two tables and asks: Can I join you?

The day Microsoft makes something that doesn’t suck, it’ll be a vacuum cleaner

Orðlaus… aftur!

Jább… þá vitum við það, Árni Matt ætlar ekki að segja af sér, þrátt fyrir slæglega efnahagsstjórnun, eiginhagsmunakrögl í embætti, ávítur fyrir stjórnsýslubrot og ýmislegt fleira.  Ótrúlegt hvað einn maður getur verið mikið siðspilltur og siðblindur. Ég á bara ekki til orð til að lýsa þessu. Spurning hvað hann sé að lesa þarna í þingsalnum, […]

Skólafólk

Breska kerfið er ekki hrunið eða að minnsta kosti ekki ennþá, en stjórnvöld þar eru komin með áætlun til að útskrifaðir nemendur úr skólum standi ekki uppi með enga framtíð eftir skóla.
Hvað eru stjórnvöld hér að gera?

Hugsanlegt bréf til evrópuríkis…

Ágæti viðtakandi.
Ég skrifa þér vegna þess að ég er í mjög bagalegri stöðu.
Þannig er að fyrir nokkrum vikum hrundi banka og viðskiptakerfi lands okkar með afleiðingum sem sér ekki fyrir endan á. Á hverjum degi berast fréttir af ótrúlegum afleiðingum aðgerða fárra einstaklinga sem hafa farið um eignir almennings og brennt upp sparnað þjóðarinnar síðustu […]

Breytingar breytinganna vegna.

Nú verst heilbrigðisráðherra eins og hann getur vegna boðaðra breytinga á starfsemi kerfisins.  Miðað við viðbrögðin sem hann hefur fengið er greinilegt að það verður ekki hlaupið að því.  Ánægjulegt að heyra viðbrögð Lúðvíks Bergvinssonar bæjarstjóri í Hafnarfirði þar sem hann býður ráðherra að eiga samskipti, samvinnu og samráð um hugsanlegar breytingar til að koma […]

Kúrekar í klípu

Ég horfði á viðtalið við Bjarna Ármanns í kvöld.  Mjög ánægð.  Líður eins og ég þurfi að koma út úr skápnum með að vera fyrrum starfsmaður hjá Glitni/Íslandsbanka.
Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna hjá Íslandsbanka á sínum tíma var ímynd bankans, ekki auglýsingar út á við varðandi starfsemi bankans, heldur vegna þess að […]