Færslur mánaðarins: desember 2008

Áramótakveðja

Við óskum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna

Þvottur

Spái því að á næsta ári verði ansi mörg fyrirtæki sem koma til með að þvo af sér eignarhlut fyrrum (núverandi) útrásareigendi, Baugsfeðga, Björgúlfsfeðga og fleiri.

To My Bank

Dear Sirs,
In view of what seems to be happening internationally with banks at the moment,
I was wondering if you could advise me.
When one of my checks was returned marked “insufficient funds,”
how do I know whether that refers to me or to you?
Sincerely …

Árslok 2008

Mikið rosalega hlakka ég til áramóta, ég vona að þetta ár verði minnst fyrir það ár, þar sem kýlið sprakk og árið 2009 fyrir árið þar sem endurreisnin hófst með því að skófla út allri spillingu, það eru nokkur ár síðan Kolkrabbinn varð allur og vonandi verður hann jarðsunginn á næsta ári.
Árið 2010 vona ég […]

Gleðileg jól

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Kveðja
Fjölskyldan Furugrund

Svona í lokin

…. ég óska öllum gleði og friðar þessi jól og áramót, leyfi mér þó að undanskilja ríkisstjórn, alþingi, bankasjóra, bankastjórnir, Seðlabankastjórn, stjórn fjarmálaeftirlits og nokkra sérvalda útrásarvíkinga, þeir mega vera þar sem sól skín ekki.

Tillaga

Ég er með tillögu að breytingum fyrir alla flokka sem sitja núna á alþingi.
1. Allir sem eru fyrir ofan 20. sætið á lista síns flokks, víki, þeir geta þá komið inn seinna, út á það gengur lýðræðið.
2. Engin alþingismaður verður sjálfkrafa ráðherra, hægt er að ráða inn fólk af “götunni” til að sinna ráðherraembætti, þannig […]

Sushi veisla :)

Fór til Ingu og Raggý í gær, ásamt Guðný og við sátum yfir kræsingum fram til miðnættis.  Fyrst fengum við heimagert sushi að hætti Ingu, sem var b.t.w. mjög gott, svo fengum við köku og svo toppaði Guðný allt með ostum og rauðvíni.  Geggjað.
Langt síðan við höfum sest niður stelpurnar og spjallað.  Ávalt gaman og […]

Pólskt jólaglögg

Uppskrift
1 líter vodka
1  rúsína.
Skreytt með greni.
—————————————————–
Svo syngja  allir:
Skín í væna vínflösku,
og huggulega bjóra,
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl´að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum illa í desember
burt með sokk og skó
hér af  víni er nóg.
Ó, hvað ég elska jólin,
von´eg  hitti á stólinn
Lag “Skín í rauða skotthúfu”

Fréttafíkill

amm… það er ég.  Ég hreynlega ryksuga upp allar fréttir sem ég næ í á netinu, búin að vera í þessu ástandi í nokkrar vikur, eða frá hruninu.  Fyrstu tvær vikurnar fóru í að lesa ALLT sem ég komst yfir af einskærri þörf fyrir upplýsingar.  Núna er þetta meira svona vani, af því að ég […]