Færslur mánaðarins: nóvember 2008

Tvíblöðku ósæðarloka

Jamm… hún Berglind mín er með tvíblöðku ósæðarloku, sem er ákveðin tegund af hjartagalla.  Það lýsir sér þannig að í staðin fyrir þrjár blöðkur á lokunni frá hjarta út í ósæð, er hún með tvær.  Þetta er ekki mikið frávik eða alvarlegt en þarf þó að fylgjast með því fram á fullorðinsár.  Sérstakar ráðstafanir þarf […]

Út að borða

Varð að skella þessu á netið, fékk póst frá Sirrý systur og þetta er náttúrurlega algjör snilld
 
Fór annars út að borða í gær með 6 dömum. Svo kom reikningurinn og hann var ekki sundurliðaður og við allar upp með penna og reiknivél og reiknuðum út það sem við áttum að borga. […]

Eru ráðherrar að vakna upp af þyrnirósarsvefninum?

Undur og stórmerki hafa gerst, ráðherrar eru farnir að svara spurningum blaðamanna.  Er þetta merki um að þeir séu loksins að vakna upp af góðæris-þyrnirósar-svefninum?
Ég fékk útrás um daginn þegar ég var að skrifa í pósti hvað mér finnst um allt það sem er að gerast núna.  Ég komst að því að líklegast er ég […]

Dofi, reiði, vonleysi, uppgjöf

Hefur einhver tekið eftir því hvað það er allt í einu mikið að gera hjá lögreglunni eftir banka-hrunið?  Hér berast fréttir af slagsmálum, miklum fylleríum, brennum og meira ber á þjófnaði á ýmsum nauðþurftum, t.d. eldsneyti.
Fólk veit ekkert hvað er handan við hornið, lánin hækka, verðið hækkar, íbúðaverð lækkar og margir sjá fyrir sér gjaldþrot, […]

Skattpíning

Nú er komin skýrsla sem sýnir svart á hvítu að skattar á Íslandi hafa hækkað mest af OECD löndunum (frétt hér).
Fyrir nokkrum árum var svipuð skýrsla birt hér sem sýndi svipaðar upplýsingar.  Þá fussuðu og sveiuðu formenn stjórnarflokkana og sögðu þessar upplýsingar vera í besta falli misskilningur.  En um svipað leiti voru þeir einmitt líka […]

Hlé, pása, augnabliks endurhleðsla

Tók mér gott frí á fimmtudag og föstudag í vikunni.  Fórum öll upp í bústað, slöktum á fréttum og nutum þess að vera saman, spjalla, horfa á myndir og föndra.
Komum í bæinn endurnærð eftir veruna