Færslur mánaðarins: október 2008

Áhuginn horfinn…

Eftir síðustu fréttir er ég formlega búin að gefast upp.  Nú stefni ég á að losa mig við allar eignir sem ég hef komið mér upp… … næsta skref er að flytja úr landi.

Útrás

Held að ég sé búin að fá útrás fyrir flest allt sem þurfti að segja um útrásina..

Markaðurinn

Nú er ég búin að horfa á nokkra þætti af Markaðinum, með Birni Inga Hrafnssyni.  Ég verð nú bara að segja það fyrir mitt leyti að mér líst bara ljómandi vel á það sem er búið að koma fram hingað til.  Hann er frekar yfirvegaður í þáttunum, er ekki að dæma neinn, fær til sín […]

Hrollur ársins….

Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:
1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherran heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
Og svo er það nýjasta pick-up línan á djamminu: “Sæl, ég er ríkisstarfsmaður”

Lýðræði

Ég er oft að velta því fyrir mér, hvað fellst í lýðræði?  Hvaða rétt höfum við í lýðræðisríki og hvaða skyldur?
Ég taldi að þar sem ég byggi í lýðræðisríki þá gæti ég sem einstaklingur haft áhrif.  Mín völd eru þau að kjósa, þannig segi ég mína skoðun.  Nú ef ég tel mig vilja taka þátt […]

Peningagleði landans

Nú þegar rykið er að setjast, eins og Geir orðaði það, er sjónvarpið byrjað að taka saman hvað landin hefur gert sjálfum sér með peningaeyðslu. Svona svo við förum örugglega að líta í eigin barm.
Las ágæta grein eftir langþreytta kona þar sem hún fór yfir það hversu fáránlegt það er að fólk komi nú fram […]

Góði besti…

Er ekki nóg komið af laun-stríði?  Nú er Össur að afþakka flug Breta yfir Íslandi, eitthvað sem er liður í vörnum landsins, hér.
Hvað erum við bættari með að halda áfram þessari togstreitu, um að gera að láta Breta uppfylla þessar skyldur sínar, óháð fjármálakrísunni.  Ef þeir myndu ekki vilja sinna þessari skyldu sinni, þá er […]

Fáeinir Bretar til varnar Íslandi

Ánægjulegt að það eru Bretar sem sjá atburðina í aðeins öðru ljósi en aðrir, ég las grein eftir Ben H. Murray um hvað Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefði gert. Ég verð að viðurkenna það að hefði ég hitt þennan mann auglitis til auglitis þá hefði ég örugglega tekið honum opnum örmum . Hægt […]

Stelpurnar í Sprengihöllinni.

Ég er að velta því fyrir mér hvað Bubbi átti við með þessu.  Af hverju stelpurnar?  Væri það eitthvað svo slæmt ef þetta væru stelpur?  Átti þetta að vera skammaryrði?  Er það eitthvað lélegt að vera stelpa?  Minnir mig soldið á þegar talað er um að hlaupa eða kasta eins og stelpa.
Er stelpu þá hrósað […]

Íslendingar komnir í fjármálastríð við Breta

… og töpuðu ef engin hefur tekið eftir því.
Það er opinbert, að nú hefur einum manni tekist að snúa fjárhag þjóðarinnar í 90° beygju og nú verður bara horft inná-við væntanlega, þ.e. við förum aftur í gamla farið, peningar eru handa fáeinum útvöldum og engir aðrir eiga að eiga neitt nema skuldirnar sem þeir/þau voru […]