Færslur mánaðarins: september 2008

Komin tími til að flytja úr landi…

Er það ekki bara?  Er eitthvað eftir?
Sé fyrir mér tilraunamýs sem segja skilið við rannsóknarstofuna þar sem farið er langt út fyrir þolmörk og heilbrigða skynsemi.
Sirrý… kannski ættirðu ekkert að flytja heim strax.!  Eigum við ekki bara að hittast einhversstaðar annars staðar?  London?

Reiður gamall framsóknarmaður

Ég er að horfa á gamlan reiðan framsóknarmann í Silfri Egils.  Þetta er akkúrat maðurinn sem þyrfti að fá að segja nokkur vel valin orð á Alþingi Íslendinga, þruma yfir alþingismönnum þjóðarinnar sem sitja þarna hræddir og umkomulausir vegna þessa að það gleymdist að fræða þá um hvað máli skiptir.
Hvað ætli það séu margir þarna […]

Sparnaður

Fór á námskeið í gær “Úr mínus í plús” í Borgarleikhúsinu.  Ég get svo svarið það að ég fékk sjokk þegar ég áttaði mig á því hvað skuldirnar mínar eru að éta mikið af peningnum mínum .  Kíkið á spara.is og áttið ykku á þessu líka.

Hrós dagsins fær móðir á Eyrarbakk

http://visir.is/article/20080911/FRETTIR01/803598338

Þá er það ákveðið.. hún heitir Freyja

Hingað til hafa engin nöfn fests á hana, við prófuðum t.d. Kleópatra og Athena, en það var bara ekki að virka.  Síðustu daga höfum við prófað nafnið Freyja og það festist loksins við hana, auk þess sem hún gegnir því nafni sem er plús.
Núna er komin vika frá því hún kom og svei mér þá […]

Umferð

Kolbrún er að taka fornám ökunáms sem valgrein í 10 bekk. Um daginn fengu þau það verkefni að setjast niður við gatnamót á Nýbílavegi og telja hversu margir voru ekki með öryggisbelti, hverjir voru að tala í símann og fleir.  Það kom í ljós í þessari stuttu könnun að flestir af þeim sem voru að […]

Samgöngur

Skemmtilegt að vita til þess að það hafa flestir áhuga á flugvellinum í Reykjavík. Á hann eða vera eða ekki vera?  Fyrir mitt leiti væri ágætt að færa hann eitthvað annað.  Ég er í fyrsta lagi ekki mikið að nota flugvöllin og í öðru lagi þá finnst mér hálf asnalegt að vera að ferðast inn […]

Kleópatra Selena

Það er komin nýr fjölskyldumeðlimur í Furugrundina

Hún heitir Kleópatra Selena og er fædd 1.júlí 2008, þar sem hún er aðeins rétt 9.vikna þá er hún á þeytingi út um öll gólf og ekki létt mál að taka mynd á símann.
Hún er þýskur Dachschund (nánari lýsing á hvuttar.net (http://www.hvuttar.net/?h=3432&g=82)) síðhærð og verður 26 - […]

Andrés

Til hamingu elsku bróðir með daginn

Morgunstund

Eftir ansi undarlegan draum í nótt þá vaknaði ég kl. 06:16 í morgun og varð að fara á fætur.  Gat ekki sofið meira.  Settist fyrir framan tölvuna og fór að vinna við það sem ég átti eftir að klára í gær.  Þetta er pínu undarleg tilfinning þar sem ég hef ekki vaknað svona snemma til […]