Færslur mánaðarins: apríl 2008

Snúin ökli

Já, ég veit… Fótbolti er hættulegur en alveg hrikalega skemmtilegur
Mér tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa mig svo illa á ökla að ég er röltandi um með hækju til að þurfa ekki að stíga mikið í fótinn.  Samkvæmt því sem ég hef lesið á ég að kæla fótinn niður reglulega, […]

Samskip 2.maí

Nú styttist í að ég hefji störf hjá Samskipum, nánar tiltekið þann 2.maí.  Mér finnst frekar skrítið að hugsa til þess að það er bara rétt rúmur mánuður frá fyrra starfi.  Reyndar hef ég nú haft í nógu að snúast þennan tíma.  Tók náttúrulega að mér smá verkefni sem er að klárast, fékk forlátann og […]

Útreiðatúr á sumardaginn fyrsta

Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það var rigning á sumardaginn fyrsta, en þó var gott veður, örugglega 8 - 10°C.  Ég skellti mér upp í hesthús í reiðgallanum og vonaðist til þess að það væri einhver hestur þarna sem þyrfti örugglega á hreifingu að halda og mér yrði treyst fyrir.
Eftir að […]

Íbúð

Ég á tvær íbúðir og það stefnir allt í að ég komi til með að eiga tvær íbúðir… eða enga? Ég er hreinlega farin að verða smeik. Ætli ég losni einhverntímann við gömlu íbúðina?  Ætli það sé einhver hér á landi sem komi til með að kaupa hana af mér, nema með mjög miklum affölum? […]

Stríð og friður

Var að velta vöngum yfir einu atriði, þegar kemur að stríðum og þá sérstaklega þegar þjóðir fara í stríð við aðrar þjóðir. Við hreykjum okkur af að vera friðsöm þjóð sem fer ekki með stríði á aðrar þjóðir, en við erum afkomendur Víkinga sem vissulega gerðu nákvæmlega það, með miklum vilja og þótti eðlilegt […]

Samskip

Þá er ég búin að þiggja vinnu hjá Samskipum (www.samskip.is). Leggst bara vel í mig. Flott nýtt húsnæði, stór vinnustaður og með útibú um allan heim
Ég hef sjaldan lent í þeirri aðstöðu að geta valið um marga vinnustaði. Venjulegast hef ég tekið því sem bíðst fyrst, en gerði það ekki […]

Atvinnuleit og veikindi

Nú er ég búin að vera í viðtölum í tvær vikur, meira og minna hjá sömu fyritækjunum aftur og aftur Það setti strik í reikninginn þegar ég lagðist svo í rúmið á fimmtudaginn í síðustu viku með hita, beinverki og höfuðverk auk þess að vera komin með þrýstimótor og þyrluspaða í lungun.  Svaf […]