Út að borða

Varð að skella þessu á netið, fékk póst frá Sirrý systur og þetta er náttúrurlega algjör snilld :)

 

Fór annars út að borða í gær með 6 dömum. Svo kom reikningurinn og hann var ekki sundurliðaður og við allar upp með penna og reiknivél og reiknuðum út það sem við áttum að borga. Svo fer hún að hlæja sem sat við hliðina á mér og segir:

Þið vitið hvað er sagt, þegar menn fara margir saman út að borða, þá tekur einn reikninginn og segist borga hinir henda allir einhverjum peningum á borðið sem tips og svo fara þeir eftir að hafa borgað tvöfallt verð fyrir matinn því enginn vill láta sjá að hann þurfi að hugsa um peninga. Þegar konur fara margar út að borða saman þá koma reiknivélarnar og pennarnir upp úr veskjunum um leið og það er farið að reikna út hverja krónu sem á að borga.

Við hlógum allar auðvitað og svo sátum við og drukkum kaffið okkar. Á leiðinni út gengum við fram hjá langborði þar sem 10 konur sátu allar með hausana saman yfir reikningnum og voru í óða önn að reikna út hvað hver átti að borga mikið, með reiknivélar og penna í hönd. Við litum hver á aðra og fórum að skellihlæja :)

Ein ummæli

  1. Sirrý
    21. nóvember 2008 kl. 21.39 | Slóð

    Sorglegt en satt :)