Stelpurnar í Sprengihöllinni.

Ég er að velta því fyrir mér hvað Bubbi átti við með þessu.  Af hverju stelpurnar?  Væri það eitthvað svo slæmt ef þetta væru stelpur?  Átti þetta að vera skammaryrði?  Er það eitthvað lélegt að vera stelpa?  Minnir mig soldið á þegar talað er um að hlaupa eða kasta eins og stelpa.

Er stelpu þá hrósað ef það er talað um að hún hlaupi eins og strákur?  og ef já, afhverju?  Hvernig er þá gert lítið úr stelpum?  Hverjum líkjast þær, eða er það kannski ákkúrat málið að ef stelpu er líkt við strák þá er það hrós?

Furðulegt!

Þetta myndi þýða að stelpa sem yrði aldrei líkt við strák í einhverju væri þá úff.. hvað? bara stelpa en ef strák væri líkt við stelpu þá væri það afar slæmt.  Er ekki eitthvað bogið við þetta?

Ekki það að þetta er náttúrulega mjög gamalt viðmið í þjóðarsálinni og ég ætla ekki að gera Bubba það að vera að sýna af sér vanvirðingu til kvenna, það er bara komin tími til að hætta þessu, eða finnst ykkur það ekki?

2 ummæli

  1. 10. október 2008 kl. 20.16 | Slóð

    ókey nú missti ég greinilega af einhverju… Bubbi sagði hvað og hvað meinti hann?

  2. 10. október 2008 kl. 20.21 | Slóð

    hehe… Sprengihöllin er sumsé hljómsveit og ætlaði að syngja og spila með Bubba fyrir framan Alþingishúsið í vikunni, en þeir hættu við á síðustu stundu því þeir voru lasnir, og Bubbi kallaði þá Stelpurnar í Sprengihöllinni, líklega af því að hann vildi meina að þeir hefðu ekki þorað?