Ammæli, ammæli

Það mætti stundum halda að ég ætti fleiri börn en ég raunverulega á.  Ég stend frami fyrir því að halda tvö afmæli fyrir hvert þeirra, eitt fjölskyldu afmæli og eitt vina afmæli fyrir hvert þeirra.  Svo ef ég lendi í basli með að finna dag fyrir herlegheitin, líkt og núna í haust, þá er ég komin ofan í afmælistíma næsta barns, þ.e. eitt (tvö) á vorin, haustin og rétt fyrir jól.  Svo ef mig langar til að halda upp á afmælið mitt þá er það eftir áramótin.  Svo þetta eru afmæli ársfjórðungslega (líkt og uppgjör bankanna) og eitt til tvö í hvert skiptið.

Væri til í að geta boðið verkið út.  Þá gæti ég bara sent inn pöntun fyrir þessu. Tíminn er ótrúlega fljótur að líða.