Lesbía

Ingólfur kom til mín um daginn og var frekar mikið niðri fyrir.  “Mamma! af hverju er ég lesbía?”.  Mér brá nú soldið enda veit maður aldrei hvað hefur verið rætt í skólanum, svo ég spurði bara í rólegheitum, “Hvað meinarðu?”, “Nú sko, ég er lesbía, hvað ert þú?”.  Svo ég fór svona að velta því fyrir mér hvort það hefði verið einhver misskilningur á ferðinni og hann væri að tala um eitthvað annað heldur en raunverulegar lesbíur.

Svo kom frekari skýring: “sko, af hverju er ég ekki krabbi eins og Kolbrún?”, “Ah! þú meinar sporðdreki eins og kolbrún?” , “Já”.

Hm…

“Sko þú ert Meyja, ekki lesbía!”

“Nú? En ég vil frekar vera sporðdreki eða eins og þú! Hvað ert þú?”,

“Ég er vatnsberi”

“Og hvað gera þeir? Af hverju ert þú strákur?”

“Sko! Vatnsberar geta líka verið stelpur alveg eins og strákar geta verið Meyjur, þetta eru sko stjörnumerki, t.d. er Berglind hrútur”.

“hm… ”